fimmtudagur, ágúst 26

Mushy mushy....
Ég var að fá mail frá henni Kristen sem ég bjó hjá í LA og það er bara þvílíkur drami í gangi þar, Kenny maðurinn hennar er fallinn, aftur, og hundarnir voru að deyja og svo á hún engan pening, svaka skemmtilegt það. Í hjartanu mínu er ég sannur co-ari þannig að mig langar helst bara að fara með næstu vél og vaka með henni á nóttunni að ræða þessi mál öll..en nei, ég verð víst að nota höfuðið líka þannig að ég verð kyrr hér..allavega næstu vikurnar :) Ég fór í afmælisboð til Yrsu vinkonu í gær sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að eins ólíkar stelpur og þar voru saman komnar voru svona nokkur mál þar sem að unity skapaðist og um stund vorum við allar bara stelpur með eins pælingar...en svo auðvitað þegar við meðvituðumst um þetta þá kom smá bakslag í hópinn og breytt var um umræðuefni, ég meina hvernig geta svona ólíkar týpur átt eitthvað sameiginlegt? Fyrir minn part þá á ég mikið af ólíkum vinkonum þannig að ég er nú svo sem vön þessum pælingum í allar áttir en það eru ekki allir þannig, sumir bara fara út í horn og þegja..finnst kannski umræðan um Save the last dance og Honey vera hallærisleg, ég veit ekki en merkilegt fannst mér hvaða mál það voru þar sem við urðum allar "jafnar". Góða fólk ég er að fara að gefa ykkur ómetanleg ráð til að stjórna samræðunum í frekar stirðu partý og vera það sem við köllum conversaitionlist og getur farið á milli allra í kokteilboðinu og slegið í gegn, pay attention; bíómyndir, það er klassískt að koma með einhverja pælingu um "nýjustu" myndina í bíó svo lengi sem þú passar bara að gera það á frekar kúl og kasúal máta, d:Hey hafiði tékkað á Micheal Moore myndinni, 9/11, hann er víst að heita fé á þann sem að finnur galla í myndinni... (mjög sterkt að koma inn á eitthvað svona "insider" trivia, kemur sterkt inn að lesa gagnrýnina líka), svona pælingar koma alltaf einhverju að stað, ég lofa, fínt líka að henda kannski inn einni eða tveimur hallærislegum myndum en aldrei gefa þína eigin skoðun strax, bíddu eftir niðurstöðu partýsins,svo endaru með þína frammúrstefnu pælingu og túlkun... Ég meina eða ekki, kannski er þetta bara bull...en hver er nú frekar lífleg í partýum, ha? Kannksi á stelpan bara fleiri svona gullmola, oh já, sögur af skrýtnu uppeldi foreldra koma líka alltaf sterkar inn og svo auðvitað klaufabárða sögur, nema svona u had to be there....
Yfir í aðrar pælingar.
DRAMI DRAMA....orð sem á vel við mitt líf.
já meira segiðið, já draminn tekur aldrei enda...kannski líka hef ég svoldið gaman að honum og myndi bara sakna hans ef hann væri ekki til staðar, færi bara í það að búa hann til...Anywho, allt í uppnámi á SOHO (veitingastað mömmu) og ég held í alvörunni að það hafið logað í hárinu á henni og eldur komið út um munninn þegar hún var að tala við mig, við erum að tala um löggumál og alles í gangi. Alveg merkilegt hvernig rétt þegar allt er að smella þarf það að hrynja, fólk er fífl.
Maru pælingin gengur bara vel og það er búið að vera fínt að gera, brjálað að gera hjá mér í skipulagningu og þess háttar stússi, þetta verður athyglisvert þegar skólinn byrjar, eitt major jöggl í gangi.
Hver er þessi mystery man? Og afhverju ertu að lesa bloggið mitt? flattered offcourse en bara svona að spá...talandi um spár, þá er pínulítið að tarot spánni að rætast, flutningur í starfi,miklir peningar,brjálað að gera, drami milli vinkvenna en ég er bara ekki nógu hress með stráka hösstl pælingu hennar, alveg enginn, hvað er það? eða nei bíðiði það var jú pæling um bólarann minn en ég meina, hún stenst nú ekki alveg eða ég held ekki...nei hún stenst ekki. Ég er annars bara svona í nokkuð góðum málum, matarboð hjá Söru í kvöld þar sem ég kem með mitt fræga dip og við stelpurnar munum bonda yfir pælingum um karlmenn og líf eftir dauðann, góðar pælingar þar skal ég segja ykkur.
Ég er officially komin með leið á djamminu frá 4 á morgnanna og eiginlega kaffihúsarölti líka. Sebastían tölvan mín virðist bara hafa tekið við.
Haustið er komið, finniði það ekki í loftinu? Ég fíla það, ég er spennt yfir ´því að fara að vita meira og meira, meir í dag enn í gær, bjallan hringir við...já þú skilur, skólinn fer að byrja, ég verð skólastelpa með göfug markmið um að gerbreyta sálfræðinni eins og við þekkjum hana í dag og fljúga heimshorna á milli að halda fyrirlestra og taka fyrirtæki í sundur og endurskipuleggja...hvernig líður þér í dag?
Ég er að spá í að fara að labba Laugarveginn og stússast, kannski maður kíkji á nýja uppáhaldskaffihúsið mitt, Súfistann og fái mér stóran soja latte með kókos, oh já allir að muna eftir Svarta kaffi og súpu í brauði, frekar sniðugur haust kvöldverður.
Bæjó jón spæjó
Hey, hver er hin eiginlega skilgreining á femínisma?

Engin ummæli: